GSÍ fjölskyldan
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd/ Tristan Jones.
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili Hafnarfirði, endaði í 38. sæti á Didrikson Skaftö mótinu sem lauk s.l. sunnudag í Svíþjóð.

Guðrún Brá lék samtals á 6 höggum yfir pari vallar – 213 höggum (69-72-72).

Sigurvegari mótsins var Pauline Roussin Bouchard frá Frakklandi sem var að leika á sínu öðru móti sem atvinnukylfingur. Hún lék samtals á 11 höggum undir pari vallar, 196 höggum (68-60-68).

Nánari upplýsingar – skor og úrslit – smelltu hér.

Þetta var 12. mótið hjá Guðrúnu Brá á tímabilinu. Besti árangur hennar er 12. sæti á þessu tímabili.

Guðrún Brá er í 84. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Það eru 8 mót eftir á keppnistímabilinu á LET Evrópumótaröðinni. Næsta mót fer einnig fram í Svíþjóð 2. – 5. september á Kristianstad golfsvæðinu – Åhus Ostra vellinum.

Deildu:

Auglýsing
Svipmyndir frá æfingaferð íslenska landsliðshópsins á La Finca í janúar 🇪🇸 lafincaresort
Undirbúningur hjá Guðrúnu Brá áður en hún hélt af stað til Suður Afríku að keppa á Sunshine mótaröðinni í golfi 🇿🇦Endilega fylgist með henni næstu vikur 📸
Skráning er hafin á Golfhátíð á Akranesi ⛳️ frábær skemmtun fyrir 11-14 ára af öllu getustigi 🙏🏻 nánari upplýsingar og skráning á golf.is
Frábær vika að baki hjá íslenska landsliðshópnum á La Finca Golf ⛳️Thank you for having us lafincaresort lafinca_sports

📸 kristinmariaa
Auglýsing