Golfsamband Íslands

Guðrún Brá endaði í 55. sæti á Magical Kenya Ladies Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd/ Tristan Jones.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili í Hafnarfirði, endaði í 55. sæti á fyrsta móti ársins á LET Evrópumótaröðinni – sem fram fór í Kenía í Afríku, Magical Kenya Ladies Open.

Esther Henseleit frá Þýskalandi sigraði á 286 höggum (-2) (74-73-68-70).

Guðrún Brá lék hringina þrjá á +16 samtals, 304 höggum (77-78-72-77)

Þrefaldi Íslandsmeistarinn í golfi er með fullan keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, líkt og undanfarin ár.

Lokstaðan á Magical Kenya Ladies Open:

Á fjórða tug móta eru á keppnisdagskrá LET Evrópumótaraðarinnar en fyrsta mótið fer fram 10.-13. febrúar á Vipingo Ridge vellinum í Afríkuríkinu Kenía. Þar verður Guðrún Brá á meðal keppenda.

Keppnisdagskrá LET 2022 er hér í heild sinni:

Guðrún Brá gerðist atvinnukylfingur árið 2018. Hún er fjórða konan frá Íslandi sem tryggir sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Ólöf María Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir hafa einnig verið með keppnisétt á LET.

Alls lék Guðrún Brá á 16 mótum á LET Evrópumótaröðinni á síðasta tímabili. Besti árangur hennar á árinu 2021 var 12. sæti. Hún varð Íslandsmeistari í holukeppni 2020 á Þorláksvelli.

Á heimslistanum hefur Guðrún Brá farið upp um tæplega 255 sæti á árinu 2021 en hún er í sæti nr. 620 á heimslistanum.

Guðrún Brá lék á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar, annað árið í röð. Guðrún Brá endaði í 75. sæti á stigalistanum á LET Evrópumótaröðinni en árið 2020 endaði hún í sæti nr. 127 á stigalistanum.

Það eru mörg ferðalög framunda á þessu ári hjá Guðrúnu Brá líkt og undanfarin ár. Mótin á LET fara fram í fimm mismunandi heimsálfum, Afríku, Asíu, Eyjaálfu, Evrópu og Norður-Ameríku.

Afríka (3 mót)
Kenía (1 mót)
Suður-Afríka (2 mót)

Asía (5 mót)
Sádí-Arabía (2 mót)
Indland
Dubaí
Eitt mót fer fram Asíu þar sem á eftir að staðfesta keppnisstað.

Eyjaálfa (2 mót)
Ástralía, (2 mót)

Evrópa (20 mót)
Spánn (4 mót)
Frakkland (3 mót)
Belgía,
Svíþjóð (2 mót)
England
Tékkland,
Holland,
Skotland (2 mót)
Norður-Írland
Finnland
Sviss
Írland
Eitt mót fer fram Evrópu þar sem á eftir að staðfesta keppnisstað.

Norður-Ameríka (1 mót)
Bandaríkin.

Exit mobile version