Site icon Golfsamband Íslands

Guðrún Brá endaði í áttunda sæti á LET Access í Finnlandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir á Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum 2022. Mynd/seth@golf.is

Guðrún Brá Björgvinsdóttir atvinnukylfingur úr Keili endaði í áttunda sæti á LET Access móti sem fram fór í Finnlandi. Það er næst besti árangur hennar á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.

Íslandsmeistarinn var í toppbaráttunni alla þrjá keppnisdagana og var í efsta sæti eftir fyrsta hringinn.

Guðrún Brá lék samtals á pari vallar en Nina Pegova frá Rússland sigraði á -7 samtals. Pegova og Guðrún Brá deildu efsta sætinu eftir fyrsta hringinn.


Guðrún Brá hefur tvívegis endað í 7. sæti á þessari atvinnumótaröð á þessu tímabili – sem er besti árangur hennar á mótaröðinni.

Staðan er uppfærð hér:

Exit mobile version