/

Deildu:

Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, er íþróttakona Hafnarfjarðar 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hlýtur þessa viðurkenningu í heimabænum. Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar er íþróttamaður Hafnarfjarðar árið 2020.

Það er bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd sem standa að þessu kjöri.

Nánar á heimasíðu Hafnarfjarðar.

Á árinu 2020 náðu rúmlega 300 einstaklingar að vinna Íslandsmeistaratitla og/eða bikarmeistaratitla með hafnfirsku liði

Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur frá Golfklúbbnum Keili er íþróttakona Hafnarfjarðar árið 2020.

Guðrún Brá er Íslandsmeistari kvenna í golfi árið 2020 og hefur sigrað þrjú ár í röð. Guðrún Brá hefur verið meðal fremstu kylfinga landsins í mörg ár. Hún sigraði Íslandsmótið í höggleik í sumar, varð stigameistari GSÍ þar sem hún sigraði þrjú mót af fimm mótum ársins. Guðrún Brá leikur á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún hefur fullan þátttökurétt á þessu sem og næsta ári. Guðrún er í 125. sæti á styrkleikalista LET Evrópumótaraðarinnar og er í 949. sæti á heimslista atvinnukvenna í golfi.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ