Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Berglind Björnsdóttir úr GR eru á meðal keppenda á Viaplay Ladies Finnish Open sem fram fer á Messilä Golf í Finnlandi.
Mótið er hluti af LET Access atvinnumótaröðinni sem er næsta sterkasta atvinnumótaröð í kvennaflokki í Evrópu.
Guðrún Brá er í 14. sæti fyrir lokahringinn á +3 samtals (75-72). Guðrún Brá fór holu í höggi á hringnum í dag og er þetta í fyrsta sinn sem hún gerir það. Berglind er úr leik en hún lék fyrstu tvo hringina á (81-78) eða +15.
