Site icon Golfsamband Íslands

Guðrún Brá hefur keppnistímabilið í Frakklandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir á Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum 2022. Mynd/seth@golf.is

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, hefur leik á föstudaginn á Terre Blanche mótinu í Frakklandi. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Guðrún Brá hefur leik kl. 14:28 á 10. teig á þessum glæsilega keppnisvelli. Á laugardag hefur Íslandsmeistarinn í golfi 2018 keppni kl. 11:38 á 1. teig.

LET Access mótaröðin heldur upp á 10 ára afmæli sitt á þesu ári. Keppnisdagskrá mótaraðarinnar hefur aldrei verið stærri. Alls eru 20 mót á dagskrá, sem fram fara í 9 mismunandi löndum. Til samanburðar voru 13 mót á LET Access mótaröðinni í fyrra.

Heildarverðlaunafé á mótaröðinni hefur aldrei verið hærra á 10 ára ferli hennar. Samtals er keppt um 140 milljónir kr. en í fyrra var þessi upphæð um 81 milljón kr.

Nýbreytni verður gerð á þessu ári að úrslitakeppni fer fram í lok tímabilsins þar sem að 55 stigahæstu keppendurnir komast inn á „Road to La Largue“ lokamótið sem fram fer í Frakklandi 4.-6. október.

Fimm stighæstu keppendurnir á LET Access mótaröðinni komast beint inn á LET Evrópumótaröðina í lok tímabilsins. Keppendur í sætum 6.-20. komast beint inn á lokaúrtökumótið fyrir LET Evrópumótaröðina.

 

2019 LETAS keppnisdagskrá:

Apríl 5 – 7: Terre Blanche Ladies Open – Golf de Terre Blanche, Domaine de Terre Blanche, Frakkland (€40,000)

Maí 3 – 5: VP Bank Ladies Open – Gams-Werdenberg Golf Club, Sviss (€45,000)

Maí 15 – 17: Neuchatel Ladies Championship – Neuchatel Golf & Country Club, Saint-Blaise, Sviss (€40,000)

Maí 23 – 25: Jabra Ladies Open * – Golf Club de Evian, Evian-les-Bains, Frakkland (€150,000)

Maí 29 – 31: Lavaux Ladies Championship – Golf de Lavaux, Sviss (€50,000)

Júní 6 – 8: Viaplay Ladies Finnish Open – Messilä Golf, Lahti, Finnland (€40,000)

Júní 13 – 15: Skaftö Open – Skaftö Golf Club, Fiskebäckskil, Svíþjóð (€50,000)

Júní 20 – 22: Montauban Ladies Open – Golf de Montauban l’Estang, Montauban, Frakkland (€40,000)

Júní 27 – 29: Belfius Ladies Open – Cleydael Golf & Country Club, Aartselaar, Belgía (€40,000)

Júlí 4 – 7: Saint Malo Golf Open # – Saint Malo Golf Resort, Le Tronchet, Frakkland (€45,000)

Júlí 11 – 13: Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open – Augas Santas Balneario & Golf Resort, Spánn (€35,000)

Júlí 17 – 19: Santander Golf Tour LETAS Valencia – Club de Golf Escorpion, Betera, Spánn (€35,000)

Ágúst 1 – 3: Czech Ladies Challenge – Golf Resort Konopište, Tékkland (€35,000)

Ágúst 8 – 10: Anna Nordqvist Västerås Open – Västerås Golf Club, Västerås, Svíþjóð (€35,000)

Ágúst 14 – 16: Bossey Ladies Championship – Association du Golf & Country Club de Bossey, Frakkland (€40,000)

Ágúst 23 – 25: Tipsport Czech Ladies Open * – Golf Resort Karlštejn, Liten, Tékkland (€120,000)

Águst 29 – 31: Scandic PGA Championship – Allerum Golf Club, Helsingborg, Svíþjóð (€42,000)

Sept 12 – 14: WPGA International Challenge – Stoke by Nayland Hotel Golf & Spa, Leavenheath, England (€35,000)

Sept 25 – 28: Rügenwalder Mühle Ladies Open – Golf Club Am Meer, Bad Zwischenahn, Þýskaland (€40,000)

Okt. 4 – 6: La Largue Ladies Championship – Golf Club de LaLargue, Mooslargue, Frakkland (€80,000)

 

Exit mobile version