Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Tristan Jones/LET
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili í Hafnarfirði, verður með marga bolta á lofti á keppnistímabilinu á LET Evrópumótaröðinni 2022.

Þrefaldi Íslandsmeistarinn í golfi er með fullan keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, líkt og undanfarin ár.

Á fjórða tug móta eru á keppnisdagskrá LET Evrópumótaraðarinnar en fyrsta mótið fer fram 10.-13. febrúar á Vipingo Ridge vellinum í Afríkuríkinu Kenía. Þar verður Guðrún Brá á meðal keppenda.

Keppnisdagskrá LET 2022 er hér í heild sinni:

Guðrún Brá gerðist atvinnukylfingur árið 2018. Hún er fjórða konan frá Íslandi sem tryggir sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Ólöf María Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir hafa einnig verið með keppnisétt á LET.

Alls lék Guðrún Brá á 16 mótum á LET Evrópumótaröðinni á síðasta tímabili. Besti árangur hennar á árinu 2021 var 12. sæti. Hún varð Íslandsmeistari í holukeppni 2020 á Þorláksvelli.

Á heimslistanum hefur Guðrún Brá farið upp um tæplega 255 sæti á árinu 2021 en hún er í sæti nr. 620 á heimslistanum.

Guðrún Brá lék á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar, annað árið í röð. Guðrún Brá endaði í 75. sæti á stigalistanum á LET Evrópumótaröðinni en árið 2020 endaði hún í sæti nr. 127 á stigalistanum.

„Ég hef stundað fjölbreyttar æfingar hér heima og slegið golfbolta við fínar aðstæður í nýrri inniaðstöðu hjá Tveir Undir. Ég fer aðeins fyrr til Kenía til þess að geta slegið aðeins af grasi og komið mér í „gírinn“ fyrir fyrsta mótið. Eggert Georg Tómasson verður Guðrúnu Brá til aðstoðar á mótinu í Kenía en hann var einnig með í för á lokamótinu á LET sem fram fór á Spáni í nóvember á síðasta ári.

„Eftir mótið í Kenía ætla ég að koma heim og taka síðan þrjú mót í röð, það fyrsta í Sádí-Arabíu og þar á eftir eru tvö mót á dagskrá í Suður-Afríku

„Ég hef sett mér nokkur markmið fyrir tímabilið. Eitt af þeim er að ná að spila á risamóti á þessu ári. Ég fer í hvert einasta mót til þess að sigra og gera mitt besta, og það er í raun það sem ég legg upp með fyrir hvert mót. Það er spennandi og skemmtilegt tímabil framundan. Ég er þakklát fyrir áframhaldandi stuðningi frá Forskot afrekssjóði og samstarfsaðilum sem styðja við bakið á mér,“ segir Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Það eru mörg ferðalög framunda á þessu ári hjá Guðrúnu Brá líkt og undanfarin ár. Mótin á LET fara fram í fimm mismunandi heimsálfum, Afríku, Asíu, Eyjaálfu, Evrópu og Norður-Ameríku.

Afríka (3 mót)
Kenía (1 mót)
Suður-Afríka (2 mót)

Asía (5 mót)
Sádí-Arabía (2 mót)
Indland
Dubaí
Eitt mót fer fram Asíu þar sem á eftir að staðfesta keppnisstað.

Eyjaálfa (2 mót)
Ástralía, (2 mót)

Evrópa (20 mót)
Spánn (4 mót)
Frakkland (3 mót)
Belgía,
Svíþjóð (2 mót)
England
Tékkland,
Holland,
Skotland (2 mót)
Norður-Írland
Finnland
Sviss
Írland
Eitt mót fer fram Evrópu þar sem á eftir að staðfesta keppnisstað.

Norður-Ameríka (1 mót)
Bandaríkin.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ