Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hóf leik miðvikudaginn 16. september á LET Access mótaröðinni sem að þessu sinni fer fram í Prag í Tékklandi.

Mótaröðin er í öðrum styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu.

Smelltu hér fyrir stöðu, skor og rástíma:

Guðrún Brá lék á 71 höggi eða -1 á fyrsta keppnisdeginum. Hún er í 6.-12. sæti og er hún 4 höggum á eftir Pia Babnik sem er efst á -5.

Guðrún Brá náði sínum besta árangri á þessari mótaröð á Flumserberg mótinu sem fram fór í byrjun september. Þar endaði hún í 14. sæti.

Keppnishaldið á LET Access mótaröðinni hefur farið mikið úr skorðum á þessu ári vegna Covid-19. Guðrún Brá hefur leikið á einu móti á þessu ári á þessari mótaröð og er hún í 13. sæti á stigalistanum.

Dagana 23.-25. september mun Guðrún Brá keppa á ný á LET Access mótaröðinni á Lavaux Ladies Open sem fram fer í Sviss.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ