Guðrún Brá íþróttakona Hafnarfjarðar 2021 - Golfsamband Íslands
/

Deildu:

Auglýsing

Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram rafrænt á miðlum Hafnarfjarðarbæjar í gær.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur frá Golfklúbbnum Keili er íþróttakona Hafnarfjarðar 2021 og Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2021.

Afrekslið Hafnarfjarðar 2021 er meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik hjá Knattspyrnufélaginu Haukum.

Frá þessu er greint á vef Hafnarfjarðarbæjar.

Guðrún Brá er ein af fremstu kylfingum landsins og hefur verið það í mörg ár. Hún er kvenkylfingur Golfsambands Íslands og Keilis 2021.

Á árinu varð hún Íslandsmeistari kvenna í holukeppni og sigraði á móti B59 á mótaröð þeirra bestu. Guðrún Brá er atvinnukylfingur í golfi og leikur á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún var með fullan þátttökurétt á árinu.

Hún tók þátt í sextán mótum á árinu og vann sér inn þátttökurétt á lokamóti á Evrópumótaröðinni á Spáni í nóvember sl. Besti árangur hennar í ár var 12. sæti á Aramaco mótinu á Englandi í júlí og 8. sæti á ATS í Saudi Arabíu í nóvember.

Guðrún Brá endaði í 75. sæti á styrkleikalista LET Evrópumótaraðarinnar og er í sæti 649 á heimslista atvinnukvenna í golfi. Guðrún Brá heldur fullum rétti á árinu 2022 á LET mótaröðinni sem hefst í febrúar. Hún er fjórða íslenska konan sem náð hefur keppnisrétt á mótaröðinni.

Deildu:

Auglýsing
Nick Carlson shot 58 today at Lo Romero 👊🏻 He needed a birdie on 18 to shoot 59 but holed 61 yards for back to back eagles and 58 🦅🦅🤯Atvinnukylfingurinn Nick Carlson úr Golfklúbbur Mosfellsbæjar lék á 58 höggum á Lo Romero af hvítum teigum. Landsliðshópur Íslands er í æfingaferð á Spáni og lék í móti innbyrðis í dag. Hann þurfti fugl á lokaholunni til að leika á 59 höggum, en sló í holu af 55 metra færi á lokaholunni fyrir öðrum erninum í röð 🦅🦅 7 fuglar, 4 ernir, 1 skolli og 6 pör.

challengetour dpworldtour nextgolftour
Gunnlaugur Árni Sveinsson er kylfingur ársins 2024 🇮🇸Þetta er í 27. skipti sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ, kona og karl.

Gunnlaugur Árni hóf nám við LSU háskólann í Bandaríkjunum í ágúst. Hann sigraði á sterku háskólamóti í október en sýnt var frá mótinu í beinni sjónvarpsútsendingu á Golf Channel alla keppnisdaganna. Hann hafnaði í 2. sæti í öðru háskólamóti og var á meðal 25 efstu kylfinganna í öllum fimm mótum annarinnar. Hann var valinn á Fred Haskins listann yfir bestu háskólakylfingana í Bandaríkjunum og var hann eini nýliðinn á listanum. Gunnlaugur Árni lék fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í liðakeppni sem tryggði sér þátttökurétt í efstu deild á næsta ári. Jafnframt endaði hann í 9. sæti á opna breska áhugamannamótinu sem er eitt allra sterkasta áhugamannamót í heimi. Undir lok árs var Gunnlaugur Árni valinn að keppa fyrir hönd Evrópu í Bonallack Trophy þar sem 12 bestu áhugakylfingar Evrópu keppa á móti 12 bestu áhugakylfingum Asíu og Eyjaálfu. Gunnlaugur Árni hóf árið í 962. sæti á heimslista áhugakylfinga en er í dag í 118. sæti.
Hulda Clara Gestsdóttir er kylfingur ársins 2024 🇮🇸Þetta er í 27. skipti sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ, kona og karl.

Hulda Clara varð Íslandsmeistari í höggleik í annað sinn á Hólmsvelli í júlí. Hún náði góðum árangri fyrir Denver háskólann í bandaríska háskólagolfinu þar sem hún sigraði í deildarkeppni skólans og hafnaði í 12. sæti í svæðiskeppni NCAA. Hún gegndi lykilhlutverki með íslenska landsliðinu og lenti í 36. sæti á Evrópumóti einstaklinga í Finnlandi í júlí.  Hulda Clara hóf árið í 604. sæti á heimslista áhugakylfinga en er í dag í 188. sæti. Hún stefnir á atvinnumennsku á næsta ári þegar hún lýkur námi.
Stjórn og starfsfólk Golfsambands Íslands óskar kylfingum og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs 🎄Happy holidays 🎄
Auglýsing