Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, hóf leik á fimmtudag á Flumserberg Ladies Open atvinnumótinu.
Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu.
Mótið fer fram í Sviss á Golfclub Gams-Werdenberg.
2 keppnisdagur:
Guðrún Brá lék á pari vallar á 2. keppnisdeginum og er hún í 13. sæti fyrir lokahringinn. Guðrún Brá fékk fimm fugla og fimm skolla á hringnum.

1 keppnisdagur:
Guðrún Brá lék vel á 1. keppnisdeginum og er hún í 5. sæti á -3. Stine Resen frá Noregi er efst á -5.
