Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hóf leik í dag á Estrella Damm mótinu sem fram fer í Katalóníu á Spáni.
Keiliskonan lék fyrsta hringinn á höggi undir pari vallar eða 71 högg og er hún þessa stundina á meðal 10 efstu keppenda.
Mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni, sem er í hæsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu.
Leiknar verða 54 holur á þremur keppnisdögum og lýkur mótinu á sunnudaginn.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:
Guðrún Brá lék fyrri 9 holurnar á 2 höggum undir pari vallar eða 35 höggum. Á síðari 9 holunum lék hún á 36 höggum eða +1. Hún fékk alls þrjár fugla (-1) og tvo skolla (+1) á hringnum.
Guðrún Brá er þessa stundina í 78. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Mótið á Spáni er 13. mótið á þessu tímabili hjá Guðrúnu.