Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, keppir á Opna belgíska meistaramótinu sem fram fer á Naxhelet vellinum í Belgíu. Mótið hefst föstudaginn 26. maí og er það hluti af LET Evrópumótaröðinni, sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu.
Leiknar verða 54 holur á þremur keppnisdögum og er heildarverðlaunaféð á mótinu 300 þúsund Evrur. Par vallar er 72 og er heildarlengd vallar 5.854 metrar.
Þetta er þriðja mótið á tímabilinu hjá Guðrúnu Brá á LET Evrópumótaröðinni. Hún hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit frá Opna belgíska meistaramótinu.
Emma Nilson og Mya Folke frá Svíþjóð eru með Guðrúnu Brá í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Þær hefja leik kl. 12:51 að staðartíma eða kl. 15:51 að íslenskum tíma.
