Guðrún Brá. Mynd/ Tristan Jones
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili í Hafnarfirði, hóf leik í gær á Creekhouse Ladies Open sem fram fer á Åhus Ostra í Kristianstad í Svíþjóð.

Mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni, sem er sterkasta atvinnumótaröð í kvennaflokki í Evrópu. Leiknar verða 72 holur á fjórum keppnisdögum.

Guðrún Brá lék fyrsta hringinn á 73 höggum eða högg yfir pari vallar.

Þetta er 13. mótið hjá Guðrúnu Brá á tímabilinu. Besti árangur hennar er 12. sæti á þessu tímabili.

Guðrún Brá er í 84. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Það eru 7 mót eftir á keppnistímabilinu á LET Evrópumótaröðinni.

Smelltu hér fyrir stöðuna í mótinu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ