Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, komst örugglega í gegnum 1. stig úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina. Guðrún Brá lék hringina fjóra á einu höggi undir pari samtals og endaði hún í fjórða sæti. Berglind Björnsdóttir úr GR var fimm höggum frá því að komast áfram en hún lék á +20 samtals. Alls komust 27 efstu keppendurnir áfram á lokaúrtökumótið sem fram fer einnig í Marokkó um miðjan desember.

Staðan á 1. stigi A í Marokkó á LET Evrópumótaröðinni: 

Alls er keppt á þremur keppnisvöllum á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina og komast um 30 efstu áfram á lokastigið.

Berglind er stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2016-2017 og Guðrún Brá varð Íslandsmeistari í holukeppni í KPMG-bikarnum í Vestmannaeyjum s.l. sumar.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR eru báðar með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra er í sæti nr. 50. á stigalistanum þegar eitt mót er eftir á keppnistímabilinu og hefur tryggt sér keppnisrétt á mótaröðinni á næsta tímabili.

Berglind Björnsdóttir Myndsethgolfis

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ