/

Deildu:

Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2019, hefur leik á föstudag á LET Evrópumótaröðinni – sterkustu mótaröð Evrópu hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki.

Mótið heitir Tipsport Czech Ladies Open og er sameiginlegt verkefni LET Evrópumótaraðarinnar og LET Access mótaraðarinnar þar sem Guðrún Brá er með keppnisrétt.

Skor keppenda er uppfært hér:

Völlurinn heitir Karlstejn er rétt við höfuðborgina Prag í Tékklandi. Björgvin Sigurbergsson, faðir Guðrúnar og þjálfari úr Keili, verður aðstoðarmaður hennar á þessu móti.

Guðrún skrifar á fésbókarsíðu sína að völlurinn sé með miklu landslagi og í háum gæðaflokki.

Þetta er í annað sinn sem Guðrún Brá fær tækifæri á mótaröð þeirra bestu í Evrópu á þessu ári. Hún lék um miðjan maí á La Reserva Sotogrande mótinu þar sem hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á 74 og 78 höggum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ