Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2019, hefur leik á föstudag á LET Evrópumótaröðinni – sterkustu mótaröð Evrópu hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki.
Mótið heitir Tipsport Czech Ladies Open og er sameiginlegt verkefni LET Evrópumótaraðarinnar og LET Access mótaraðarinnar þar sem Guðrún Brá er með keppnisrétt.
Völlurinn heitir Karlstejn er rétt við höfuðborgina Prag í Tékklandi. Björgvin Sigurbergsson, faðir Guðrúnar og þjálfari úr Keili, verður aðstoðarmaður hennar á þessu móti.
Guðrún skrifar á fésbókarsíðu sína að völlurinn sé með miklu landslagi og í háum gæðaflokki.
Þetta er í annað sinn sem Guðrún Brá fær tækifæri á mótaröð þeirra bestu í Evrópu á þessu ári. Hún lék um miðjan maí á La Reserva Sotogrande mótinu þar sem hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á 74 og 78 höggum.