Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili keppti með Evrópuliðinu í Patsy Hankins bikarnum sem fram fór 8.-10. mars s.l. Mótið fór fram í Katar og er tileinkað Patsy Hankinss sem fæddist árið 1945 en hún lést árið 2015. Hún var frumkvöðull í kvennagolfinu í Nýja-Sjálandi.
Í Patsy Hanking mótinu keppa tvö lið skipuð áhugakylfingum, lið Evrópu lék gegn sameiginlegu liði leikmönnum frá Asíu-Kyrrahafseyjum.
Evrópuliðið átti undir högg að sækja frá upphafi í þessari keppni og sigraði Asíu-Kyrrahafsliðið örugglega með 23,5 vinningum gegn 8,5 vinningum Evrópuliðsins.
Guðrún Brá lék í þremur leikjum af alls fimm hjá Evrópuliðinu. Hún náði ekki að landa sigri en var hársbreidd frá því að vinna sinn leik í lokaumferðinni gegn Du Mohan frá Kína.