Guðrún Brá
Helgi Björgvinsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Tristan Jones.
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, náði sínum besta árangri frá upphafi á LET Evrópumótaröðinni um liðna helgi. Guðrún Brá, sem hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum undanfarin þrjú ár, lék á -5 samtals í einstaklingskeppninni á Aramco Team Series sem fram fór í London á Englandi.

Úrslit í einstaklingskeppninni eru hér:

Úrslit í liðakeppninni eru hér:

Guðrún Brá lék hringina þrjá á 5 höggum undir pari, 214 höggum (71-74-69). Hún endaði í 13. sæti sem er eins og áður segir besti árangur hennar LET sem er sterkusta mótaröð Evrópu fyrir atvinnukylfinga í kvennaflokki.

Aramco Team Series mótið var með þeim hætti að keppt var í liðakeppni samhliða einstaklingskeppninni. Mótið fór fram á Centurion Golf Club. Í liðakeppninni léku 3 atvinnukylfingar saman í liði ásamt einum áhugakylfingi. Alls kepptu 36 lið í liðakeppninni en tvö bestu skorin töldu á hverri holu. Guðrún Brá var með Lydiu Hall og Becky Brewerton í liði en þær eru báðar frá Wales.

Marianne Skarpnord frá Noregi sigraði í einstaklingskeppninni eftir tveggja holu bráðabana um sigurinn. Þetta er fimmti sigur norska kylfingsins á LET Evrópumótaröðinni.

Guðrún Brá heldur næst til Finnlands – þar sem hún mun keppa á Gant Ladies Open dagana 15.-17. júlí. Nánar um mótið hér.

Guðrún Brá
<strong>Systkinin Helgi Snær Björgvinsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir á mótinu í London MyndTristan Jones <strong>
<strong>Guðrún Brá Björgvinsdóttir Mynd Tristan Jones<strong>
<strong>Guðrún Brá Björgvinsdóttir Mynd Tristan Jones<strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ