Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, náði sínum besta árangri á LET Evrópumótaröðinni en að þessu sinni var keppt í Tékklandi á Beroun vellinum.
Þetta er þriðja mótið hjá Íslandsmeistaranum á þessu tímabili en LET Evrópumótaröðin er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
Rástímar, skor og staða – smelltu hér.
Guðrún Brá lék hringina þrjá á 4 höggum undir pari vallar og endaði í 33. sæti sem er hennar besti árangur á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu.
Guðrún Brá, sem hefur sigrað á Íslandsmótinu í golfi síðustu þrjú ár, tryggði sér sigur á Íslandsmótinu í holukeppni um s.l. helgi í annað sinn á ferlinum.