Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, náði sínum besta árangri á tímabilinu á LET Access atvinnumótaröðinni í Frakklandi á móti sem fram fór dagana 12.-14. september.

Þrefaldi Íslandsmeistarinn úr Hafnarfirði varð fjórða á Hauts de France mótinu.

Guðrún Brá lék á 3 höggum undir pari samtals (71-70) en vegna veðurs var ein umferð felld niður.

Þetta var tíunda mótið á tímabilinu hjá Guðrúnu Brá á mótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í kvennaflokki.

Framundan eru tvö síðustu mót tímabilsins en það næst síðasta fer fram dagana 18.-20. september í Frakklandi, Lavaux Ladies Open.

Guðrún Brá er á meðal keppenda á því móti og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er einnig á keppendalistanum.

Guðrún Brá bætti stöðu sína verulega á stigalista LET Access mótaröðinni með árangri sínum í Frakklandi. Hún er sem stendur í 28. sæti stigalistans – en 30 efstu á þeim lista í lok tímabilsins þurfa ekki að fara í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina í haust.

Ragnhildur er í 81. sæti stigalistans.

Fyrsta stig úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina fer fram í Marokkó 10.-12. desember á Rotana vellinum við Marrakech.

Lokaúrtökumótið fer einnig fram í Marokkó – en það fer fram dagana 16.-20. desember – og verður leikið á tveimur völlum við borgina Marrakech, Al Maaden Golf og Royal Golf.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ