Golfsamband Íslands

Guðrún Brá og Henning fögnuðu sigri á KPMG-Hvaleyrarbikarnum

Henning Darri Þórðarson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Kylfingar úr Keili stóðu uppi sem sigurvegarar á KPMG-Hvaleyrarbikarnum sem lauk í dag. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu á Íslandi. Henning Darri Þórðarson úr Keili hafði betur í bráðabana um sigurinn gegn Kristjáni Þór Einarssyni úr GM.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði í kvennaflokki og var sigur hennar öruggur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir var með fjögurra högga forskot í kvennaflokknum fyrir lokahringinn. Hún bætti við það forskot og sigraði með sex högga mun á +4 samtals. Guðrún Brá lék jafnt golf alla þrjá keppnisdagana (72-73-72). Berglind Björnsdóttir úr GR varð önnur á +10 og Anna Sólveig Snorradóttir úr GK varð þriðja á +13 samtals.

Rúnar Arnórsson úr Keili var með eitt högg í forskot á -3 samtals fyrir lokahringinn á Henning Darra. Þegar uppi var staðið voru Henning Darri og Kristján Þór jafnir á -4 og þurfti bráðabana til að knýja fram úrslitin. Henning fékk par á 18 brautina en Kristján Þór tapaði höggi og lék á skolla. Rúnar Arnórsson varð þriðji á -3 samtals og Birgir Björn Magnússon varð þriðji á -2.

Hægt er að fylgjast með skori keppenda hér: 

Kvennaflokkur, KPMG-Hvaleyrarbikarinn:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (72-73-72) 217 högg (+4)
2. Berglind Björnsdóttir, GR (74-75-74) 223 högg (+10)
3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (77-76-73) 226 högg (+13)
4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (76-78-73) 227 högg (+14)
5. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (83-73-75) 231 högg (+18)

Anna Sólveig Guðrún Brá og Berglind

Berglind Björnsdóttir.

Anna Sólveig Snorradóttir. 

Karlaflokkur, KPMG-Hvaleyrarbikarinn: 

1. Henning Darri Þórðarson, GK (69-71-69) 209 högg (-4)
2. Kristján Þór Einarsson, GM (72-71-66) 209 högg (-4)
*Henning sigraði á fyrstu holu í bráðabana. 
3. Rúnar Arnórsson, GK (69-70-71) 210 högg (-3)
4. Birgir Björn Magnússon, GK (72-71-68) 211 högg (-2)
5. Ingvar Andri Magnússon, GKG (76-67-69) 212 högg (-1)
6. Andri Þór Björnsson, GR (74-71-68) 213 högg (par)
7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (77-68-69) 214 högg (+1)
8. Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-72-69) 215 högg (+2)
9. Daníel Ísak Steinarsson, GK (74-71-70) 215 högg (+2)
10. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (68-75-73) 216 högg (+3)

Rúnar Henning og Kristján Þór

Keppendafjöldinn er takmarkaður í KPMG-Hvaleyrarbikarinn en alls eru 50 keppendur, 36 karlar og 14 konur. Keppni hefst kl. 8.00 föstudaginn 20. júlí og verða leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum. Mótinu lýkur sunnudaginn 22. júlí.

Atvinnu – og landsliðskylfingar eru áberandi í keppendahópnum og meðalforgjöfin í karlaflokknum er 0 og í kvennaflokknum er meðalforgjöfin 3.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Aron Snær Júlíusson (GKG) og Kristján Þór Einarsson eru með lægstu forgjöfina í karlarflokknum. Þeir eru allir með -3 eða lægra.

Fimm leikmenn af alls sex úr A-landsliði kvenna eru á meðal keppenda. Þær Ragnhildur Kristinsdóttir, Berglind Björnsdóttir, Saga Traustadóttir, Helga Kristín Einarsdóttir og Anna Sólveig Snorradóttir. Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á heimavelli á KPMG-mótinu en hún leikur á LET Access mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu.

Atvinnukylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson, og Ólafur Björn Loftsson eru á meðal keppenda á KPMG-mótinu.

A-landsliðskylfingarnir Aron Snær Júlíusson, Rúnar Arnórsson og Björn Óskar Guðjónsson eru á meðal keppenda. Þeir voru í landsliðinu sem endaði i 11. sæti á Evrópumótinu sem fór fram í síðustu viku.

Fjölmargir kylfingar úr yngri landsliðum Íslands eru á meðal keppenda og einnig nýkrýndir klúbbmeistarar. Tveir úr keppendahópnum hafa sigrað á Íslandsmótinu í golfi, Kristján Þór Einarsson árið 2008 og Ólafur Björn Loftsson árið 2009.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK -3
Ragnhildur Kristinsdóttir GR -0.9
Berglind Björnsdóttir GR 0.9
Saga Traustadóttir GR 0.9
Helga Kristín Einarsdóttir GK 1.6
Hulda Clara Gestsdóttir GKG 1.8
Anna Sólveig Snorradóttir GK 2.1
Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 3.4
Eva Karen Björnsdóttir GR 3.6
Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 3.8
Heiða Guðnadóttir GM 4
Arna Rún Kristjánsdóttir GM 5.2
Laufey Jóna Jónsdóttir GS 6.3
Thelma Björt Jónsdóttir GK 12.6

 

Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR -3.5
Aron Snær Júlíusson GKG -3.1
Andri Þór Björnsson GR -3
Kristján Þór Einarsson GM -2.3
Ólafur Björn Loftsson GKG -2.2
Rúnar Arnórsson GK -2.2
Vikar Jónasson GK -1.7
Björn Óskar Guðjónsson GM -1.6
Ragnar Már Garðarsson GKG -1.4
Dagbjartur Sigurbrandsson GR -1.3
Andri Már Óskarsson GHR -0.9
Hákon Örn Magnússon GR -0.8
Stefán Þór Bogason GR -0.7
Egill Ragnar Gunnarsson GKG -0.6
Stefán Már Stefánsson GR -0.6
Hlynur Bergsson GKG -0.5
Henning Darri Þórðarson GK -0.3
Arnór Ingi Finnbjörnsson GR -0.2
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS -0.2
Ingvar Andri Magnússon GKG -0.2
Birgir Björn Magnússon GK -0.1
Patrekur Nordquist Ragnarsson GR 0.2
Jóhannes Guðmundsson GR 0.4
Peter Henry Bronson GM 0.4
Theodór Emil Karlsson GM 0.6
Daníel Ísak Steinarsson GK 0.8
Lárus Garðar Long GV 1.7
Hákon Harðarson GR 1.8
Benedikt Sveinsson GK 2.1
Helgi Snær Björgvinsson GK 2.5
Daníel Hilmarsson GKG 2.8
Daníel Ingi Sigurjónsson GV 2.8
Jón Hilmar Kristjánsson GM 3.4
Orri Bergmann Valtýsson GK 4.3
Sveinbjörn Guðmundsson GK 4.6
Elías Beck Sigurþórsson GK 4.9

 

 

Exit mobile version