Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi úr GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefja leik þann 28. ágúst á LET Evrópumótaröðinni.
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er einnig með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni en hún getur ekki tekið þátt vegna meiðsla.
Mótið fer fram á Beroun vellinum í Tékklandi og mótið heitir Tipsport Czech Ladies Open.
Ólafía Þórunn átti ekki von á því að komast inn í þetta mót en hún er með takmarkaðan keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Guðrún Brá er hinsvegar með keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.
Nánar um mótið í Tékklandi hér:
Mótahaldið á LET Evrópumótaröðinni hefur legið að mestu niðri það sem af er þessu ári vegna Covid-19. Aðeins fimm mót hafa nú þegar farið fram á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári. Mótið í Tékklandi er sjötta mót ársins á LET Evrópumótaröðinni.
Keppnisdagskrá LET Evrópumótaraðarinn er hér:
Mótið í Tékklandi er fjórða mótið hjá Guðrúnu Brá á þessu tímabili. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á einu þeirra. Nánar hér: