Auglýsing

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR hefja leik í dag á móti sem fram fer á Terre Blanche golfsvæðinu í Frakklandi. Mótið er hluti af LET Access atvinnumótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í kvennaflokki.

Mótið heitir Golf de Terre Blanche en golfsvæðið hefur á síðustu árum verið valið eitt af bestu golfsvæðum í Evrópu.

Keppendur eru alls 108. Leiknir verða þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum. Niðurskurður er eftir 2. keppnisdag.

Þetta er fyrsta mótið hjá Guðrúnu Brá og Ragnhildi á þessu ári. Þær eru báðar með keppnisrétt á LET Access á þessu tímabili og gætu einnig fengið tækifæri á mótum á LET Evrópumótaröðinni.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ