Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR keppa á atvinnumóti sem fram fer á Varbergs vellinum í Svíþjóð.
Mótið hefst fimmtudaginn 27. júní og er það hluti af LET Access atvinnumótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í kvennaflokki.
Leiknir verða þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum. Niðurskurður er eftir 2. keppnisdag.
Þetta er fjórða mótið hjá Ragnhildi á þessu tímabili en hún er í sæti nr. 49 á stigalistanum – nánar hér: Guðrún Brá er að leika á sínu fjórða móti á tímabilinu en hún er í sæti nr. 51. á stigalistanum – nánar hér: