Site icon Golfsamband Íslands

Guðrún Brá og Ragnhildur keppa á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina í Marokkó

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir hefja leik á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina 2025 mánudaginn 16. desember í Marokkó.

Á lokaúrtökumótinu sem fram fer dagana 16.-20. desember er keppt á á Al Maaden Golf og Royal Golf völlunum í Marrakech. Þar keppa 154 kylfingar um keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. 

Eftir fjóra hringi verður niðurskurður og munu þá 65 efstu kylfingarnir leika lokahringinn. 

Kylfingarnir koma frá 39 löndum og unnu flestir sér þátttökurétt í gegnum fyrra stig úrtökumótsins. Ragnhildur lék afar vel á fyrra stiginu sem lauk í síðustu viku þar sem hún fór með sigur af hólmi. Guðrún Brá Björgvinsdóttir vann sér inn keppnisrétt beint á lokaúrtökumótið með góðum árangri á LET Access mótaröðinni í ár þar sem hún endaði í 21. sæti á stigalistanum.

Guðrún Brá hefur leik kl. 9:30 og Ragnhildur kl. 10:00 á fyrsta keppnisdegi og leika þær báðar Al Maaden völlinn.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Exit mobile version