Golfsamband Íslands

Guðrún Brá úr leik á LET Access mótinu í Svíþjóð

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er ú leik á Turfman Allerum Open sem er hluti af LET Access mótaröðinni – sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki.

Íslandsmeistarinn 2018 lék á 75 og 75 höggum. Hún fékk þrjá skolla á fyrsta hringnum og aðrar brautir lék hún á pari. Á öðrum keppnisdeginum fékk hún fjóra skolla og einn fugl, aðrar brautir lék hún á pari.

Hægt er að fylgjast með skorinu hér.

Alls eru 125 keppendur frá 23 þjóðum á mótinu sem fram fer á Allerum Golf Club sem er rétt um 20 mínútum frá Helsinborg í Svíþjóð.

Mótið er sameiginlegt verkefni hjá sænsku atvinnumótaröðinni og LET Access mótaröðinni.

Það eru aðeins tvö mót eftir á LET Access mótaröðinin eftir að þessu móti lýkur. Keppni um fimm efstu sætin á stigalistanum gefa keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Sæti 6-20 á stigalistanum tryggja keppnisrétt á lokaúrtökumótinu desember sem fram fer í Marokkó.

Exit mobile version