Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Auglýsing

Íslandsmeistarinn í golfi 2018,  Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, var þremur höggum frá því að tryggja sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni í golfi. Sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Guðrún Brá endaði í 53. sæti á +3 samtals á lokaúrtökumótinu. Alls voru leiknir fimm hringir á fimm keppnisdögum. Mótið fór fram í Marokkó og voru keppnisvellirnir tveir.

Guðrún Brá endaði í 53. sæti á +3 samtals (73-72-72-73-73). Hún var sex höggum frá 25. sætinu sem hefði tryggt keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. 

Guðrún Brá fær keppnisrétt á LET Access mótaröðinni en þar lék hún á fjölmörgum mótum á sínum fyrsta keppnistímabili sínu sem atvinnukylfingur.

Alls voru 115 sem kepptu um 25 efstu sætin sem tryggðu keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Fimm efstu sætin gefa 100% keppnisrétt á næsta tímabili en þeir kylfingar sem enduðu í 6.-25. sæti fá einnig keppnisrétt en fá ekki eins mörg mót og fimm efstu kylfingarnir.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL er með keppnisrétt á þessari mótaröð á næsta tímabili. Alls hafa þrjár íslenskar konur komist inn á LET-Evrópumótaröðina í gegnum lokaúrtökumótið. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir.

Hér var hægt að fylgjast með gangi mála í Marokkó. 

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ