Auglýsing

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni tóku í dag þátt á úrtökumóti fyrir Opna bandaríska meistaramótið.

Þær komust ekki áfram en fjórir kylfingar fengu keppnisrétt á risamótinu sem fram fer í  Shoal Creek í Alabama í Bandaríkjunum dagana 29. maí – 3. júní

Guðrún Brá lék hringina tvo á +13 (78-79). Valdís Þóra lék á +14 (74-84).

Keppt var á Buckinghamshire vellinum á Englandi og voru 78 keppendur á þessu úrtökumóti.

Valdís Þóra endaði í 3.-5. sæti á þessu móti í fyrra. Tveir efstu kylfingarnir í mótinu komust beint inn á Opna bandaríska. Valdís komst í þriggja manna bráðabana um tvö laus sæti til viðbótar – en þar náði hún ekki í gegn.

Valdís Þóra komst síðan inn í mótið sem fyrsti varamaður frá Evrópu á biðlista fyrir mótið. Hún lék því fyrst allra íslenskra kylfinga á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrrra.

Staðan er hér: 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ