Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keili og Haraldur Franklín Magnús, GR verða Íslandsmeistarar í golfi 2018 ef spá sérfræðinga gengur eftir.

Golf á Íslandi/golf.is fékk góðan hóp golfsérfræðinga til þess að spá í spilin fyrir Íslandsmótið 2018.

Keppni hefst fimmtudaginn 26. júlí og lokahringurinn fer fram sunnudaginn 29. júlí. Mótið fer fram í Vestmannaeyjum.

Mest var hægt að fá 100 stig í þessari spá.

Kvennaflokkur:

Alls fengu 11 keppendur stig.

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keilir 99 stig
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 68 stig
3. Berglind Björnsdóttir, GR 32 stig
4. Saga Traustadóttir, GR 26
5. Helga Kristín Einarsdóttir, Keilir 24 stig

Andrea Björg Bergsdóttir (GKG), Ragnhildur Sigurðardóttir (GR), Hulda Clara Gestsdóttir (GKG), Anna Sólveig Snorradóttir (GK), Heiða Guðnadóttir (GM) og Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK) fengu einnig stig í þessari spá.

Karlaflokkur:

Alls fengu 16 keppendur stig.

1. Haraldur Franklín Magnús, GR 82 stig
2. Axel Bóasson, Keilir 67 stig
3. Kristján Þór Einarsson, GM 55 stig
4.-5. Rúnar Arnórsson, GK 28 stig
4.-5. Gísli Sveinbergsson, GK 28 stig

Birgir Björn Magnússon (GK), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Henning Darri Þórðarson (GK), Björn Óskar Guðjónsson (GM), Dagbjartur Sigurbrandsson (GR), Aron Snær Júlíusson (GKG), Ólafur Björn Loftsson (GKG), Andri Már Óskarsson (GHR), og
Vikar Jónasson (GK) fengu einnig stig í þessari spá.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ