Gunnhildur Hekla á 7. flöt þar sem hún sló draumahöggið.
Auglýsing

„Þetta er í fyrsta sinn sem fer holu í höggi og það var gaman að slá draumahöggið á Íslandsmóti unglinga,“ segir Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar en hún fór holu í höggi á 7. braut Hlíðavallar í Mosfellsbæjar á fyrsta keppnisdegi Íslandsmótsins.

„Höggið var um 120 metrar, ég miðaði aðeins vinstra meginn við flaggið – þar sem að vindurinn var töluverður frá vinstri til hægri. Ég sló með PW-járninu, hitti boltann vel, og hann flaug í flottum sveig inn á flötina, skoppaði í átt að holunni og fór ofaní. Þetta var geggjuð tilfinning,“ segir Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir.

Myndasyrpa frá Íslandsmóti unglinga – smelltu hér.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ