Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að bæta stöðu sína á heimslista áhugakylfinga eftir glæsilegan árangur í fyrsta háskólamóti ársins í síðustu viku.
Mótið var gífurlega sterkt og fékk Gunnlaugur 15,2 stig fyrir árangurinn í mótinu sem er hæsta stigasöfnun hans á ferlinum. Til samanburðar fékk hann 14,9 stig fyrir sinn fyrsta sigur í háskólagolfinu í október.
Gunnlaugur Árni er nú í 59. sæti yfir bestu áhugakylfinga heims og er kominn í 11. sæti yfir bestu áhugakylfinga Evrópu.
Hann er jafnframt í 8. sæti yfir bestu háskólakylfingana á þessu skólaári.
Næsta mót hjá Gunnlaugi Árna hefst 10. mars í Louisiana.
Besti árangur á heimslista áhugakylfinga kvenna
Kylfingur | Besta sæti | Gerðist atvinnukylfingur |
Guðrún Brá Björgvinsdóttir | 99. | Vika 21, 2018 |
Andrea Bergsdóttir | 170. | Vika 33, 2024 |
Hulda Clara Gestsdóttir | 197. | |
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir | 222. | Vika 39, 2014 |
Perla Sól Sigurbrandsdóttir | 238. | |
Ragnhildur Kristinsdóttir | 299. | Vika 29, 2024 |
Valdís Þóra Jónsdóttir | 310. | Vika 49, 2013 |
Auður Bergrún Snorradóttir | 318 | |
Tinna Jóhannsdóttir | 395. | Vika 38, 2011 |
Besti árangur á heimslista áhugakylfinga karla
Kylfingur | Besta sæti | Gerðist atvinnukylfingur |
Gunnlaugur Árni Sveinsson | 96. | |
Gísli Sveinbergsson | 99. | |
Aron Snær Júlíusson | 108. | 2021 |
Ólafur Björn Loftsson | 110. | Vika 36, 2012 |
Haraldur Franklín Magnús | 136. | Vika 9, 2017 |
Axel Bóasson | 136. | Vika 21, 2016 |
Bjarki Pétursson | 156. | Vika 6, 2020 |