Gunnlaugur Árni Sveinsson og félagar hans í bandaríska háskólaliðinu LSU sigruðu á móti sem fram fór á Tennessee National golfvellinum dagana 6.-8. september í samnefndu fylki.
Mótið er hluti af NCAA deildarkeppninni sem er í efsta styrkleikaflokki í bandaríska háskólagolfinu.
Gunnlaugur Árni er á sínu fyrsta ári hjá LSU og var þetta hans fyrsta háskólamót. Hann lék hringina þrjá á 68-73-70 eða +1 samtals og endaði í 25. sæti í einstaklingskeppninni.
Þess má geta að Perla Sól Sigurbrandsdóttir verður leikmaður LSU kvennagolfliðsins frá og með haustinu 2025.
Heildarúrslit mótsins eru hér:
Alls tóku 16 skólar þátt á þessu móti.
LSU lék á -23 höggum samtals og þar á eftir kom Ole Miss á -21 samtals.
Mótið var skipað sterkum liðum á bandarískum mælikvarða. Þar má nefna að LSU var í 18. sæti styrkleikalista háskólagolfsins fyrir tímabilið, Ole Miss í 10. sæti, Tennessee í 11. sæti og Georgia Tech í 20. sæti.

