GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Gunnlaugur Árni Sveinsson hafnaði í 3. sæti á Puerto Rico Classic – en mótið er hluti af keppni í efstu deild NCAA háskólagolfsins í Bandaríkjunum.

Gunnlaugur Árni hóf nám síðasta haust í LSU háskólanum. Hann hefur náð frábærum árangri á tímabilinu og var fyrir vikuna í 13. sæti á meðal bestu kylfinga í efstu deild NCAA. 

Íslenski landsliðskylfingurinn úr GKG lék frábært golf en hann lék hringina þrjá á 70-66-67 eða 13 höggum undir pari vallar. Gunnlaugur Árni lék afar stöðugt golf en hann fékk einungis einn skolla síðustu 52 holurnar í mótinu. Hann tryggði sér svo 3. sætið með því að fá fugl á þrjár síðustu holur mótsins.  

Mótið fór fram á Grand Reserve golfvellinum í Puerto Rico og var mjög sterkt. Margir af bestu skólum Bandaríkjanna tóku þátt. Undanfarin ár hefur sigurvegari mótsins fengið boð á mót á PGA mótaröðinni sem er haldið í mars ár hvert á þessum sama velli.

LSU hafnaði í 4. sæti í liðakeppninni.

Smelltu hér fyrir lokastöðuna:

LSU háskólinn í Bandaríkjunum hefur á undanförnum árum verið á meðal bestu háskólaliða í golfi. LSU er í 8. sæti á þessu tímabili yfir besta árangur skóla. Gunnlaugur Árni er fyrsti íslenski kylfingurinn sem leikur með LSU háskólaliðinu í golfi en í haust mun Perla Sól Sigurbrandsdóttir hefja nám við sama skóla. 

Client error: `GET https://graph.facebook.com/v10.0/instagram_oembed?url=https%3A%2F%2Fwww.instagram.com%2Fp%2FDF_JttNRovz%2F&access_token=dahHQpPqq+sg/fOuSZv+qU1UekpjPCpopCsnPWJt4HCdmDddSYkuJB38hmmRBmsYCwcj/WAYuVifYT3ZGy8X9Xy8L/unHeBjZlEQz0u5hDHLmV0DTsUZnedCBElI978BRK+oRLpY0ojnkl1zqQascAijy7uj4SRpD/tBsE0yrh3ySFluoClnheP+sr9GxCopMn/V+cujp5U6UY9Oue/VXGXYY8WYj5+H03Rfr7BAS6WMYifyx8JySIfg4Q5VM5oGCe7vb6xZIfiQTUYS8yIkZ47mWqp6zaY9wvIOnlgERB9AsDr7MC4Zfj3FjB2uCfcjXrRqCiDRxufUjS68m/+sM0oZTMh4pEiMGbL41GHXBN7jbK7qDD8HGbPICFfji3RMHSWrWAH2sPD88UtHGSZN1MYXEtwYoHErWq2Xd9TxmT2/3aHDF7rCAljpB6HP1riHbg4e6+AjhZ+zktAsYB7eIxUqIbainrCZgNg0aVVqXXSUi1sCVwdQgm8qzFT7MOLIGwFRA8k0waD8co1Za/e4xGgEJ7dpqgH0rkM+QuFSi4zgh2froXI8NTHVbTuoUUxCiNURZsWSLnfc/HBxpCwkpqU920bbHmaMrUcNqzEIf4gjMCQY1rvcdIoJBVn7SPHko2dQYePIPT5BlFcADb+QmQ==` resulted in a `400 Bad Request` response: {"error":{"message":"Invalid OAuth access token – Cannot parse access token","type":"OAuthException","code":190,"fbtrace (truncated…)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ