Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, hóf leik í dag á St. Andrews Links Trophy sem fram fer í St. Andrews í Skotlandi. Leikið er á hinum sögufræga Old Course og einnig á New Course. Mótið er eitt af sterkustu áhugamannamótum á heimsvísu.
Keppnisfyrirkomulagið er höggleikur, leiknar eru 72 holur, 18 holur á fyrsta keppnisdegi, 18 holur á öðrum keppnisdegi og 36 holur á Old Course á sunnudaginn þegar úrslitin ráðast. Niðurskurður er eftir 2. keppnisdag þar sem að 40 efstu komast áfram.
Mótið fór fram í fyrsta sinn árið 1989 og hafa margir þekktir kylfingar sigrað á þessuy móti. Þar má nefna Ernie Els, Lee Westwood, Trevor Immelman, Geoff Ogilvy, Padraig Harrington, Justin Rose, Rory McIlroy og Francesco Molinari.
Árið 1998 lék Örn Ævar Hjartarson, GS, á þessu móti og náði hann þeim frábæra árangri að leika New Course á 60 höggum eða 11 höggum undir pari vallar. Það vallarmet stóð allt þar til vellinum var breytt.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á St. Andrews Links Trophy.