Site icon Golfsamband Íslands

Gunnlaugur Árni og Hulda Clara efst íslenskra kylfinga á heimslista áhugakylfinga

Heimslisti áhugakylfinga var uppfærður í dag. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, og Markús Marelsson, GK, tóku risastökk hjá körlunum. Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2024, er efst allra íslenskra kylfinga á heimslistanum en GKG-ingurinn er nr. 225 sæti. Framundan er keppnistímabil hjá Huldu Clöru með háskólaliði sínu í University of Denver í Bandaríkjunum.

Gunnlaugur Árni er í sæti nr. 245 og fór hann upp um 172 sæti á milli vikna. Gunnlaugur Árni sigraði í síðustu viku á sterku háskólamóti í einstaklingskeppni og var það fyrsti sigur hans í bandaríska háskólagolfinu. Hann var einnig í sigurliði LSU á því móti og var það í annað sinn á háskólaferlinum sem Gunnlaugur Árni fagnar slíkum sigri – en GKG-ingurinn hefur aðeins keppt á þremur háskólamótum á ferlinum.

Markús Marelsson, GK, sigraði nýverið á tveimur mótum í röð á Global Junior unglingamótaröðinni. Markús fer upp um 381 sæti á milli vikna og er hann í sæti nr. 750 á heimslistanum.

Smelltu hér fyrir stöðu íslenskra áhugakylfinga í karlaflokki á heimslistanum:

Smelltu hér fyrir stöðu íslenskra áhugakylfinga í kvennaflokki á heimslistanum:

Exit mobile version