Arnar Daði Svavarsson og Gunnlaugur Árni Sveinsson, báðir úr GKG, sigruðu í sínum aldursflokki á sterku alþjóðlegu móti sem fram fer á Lough Erne golfsvæðinu á Norður-Írlandi.
Keppt var í ýmsum aldursflokkum á þessu móti sem er boðsmót þar sem að landsmeisturum víðsvegar úr Evrópu er boðið að taka þátt.
Meistaramót landsmeistara er haldið á Lough Erne vellinum sem Sir Nick Faldo hannaði.
Arnar Daði, sem er 13 ára, er sigraði í drengjaflokki 15 ára og yngri. en hann lék hringina þrjá á +8 eða 223 höggum. Arnar Daði sigraði með 6 högga mun.
Gunnlaugur Árni, sem er 17 ára, sigraði í flokki pilta 19 ára og yngri – en hann lék hringina þrjá á 5 höggum undir pari vallar. Gunnlaugur Árni sigraði með 5 högga mun.
Markmið mótshaldara er að gefa efnilegum kylfingum og landsmeisturum tækifæri til þess að upplifa stórmót á frábærum velli í keppni við jafnaldra víðsvegar úr veröldinni.
Smelltu hér fyrir rástíma, skor og úrslit frá mótinu: