Halldór Birgisson og Sigurbjörn Þorgeirsson.
Auglýsing

Tveir íslenskir keppendur eru á Evrópumóti eldri kylfinga sem fram fer á Pärnu Bay Golf Links í Eistlandi dagana 9.- 11. júní. Keppt er í flokki 50 ára og eldri og +60 ára.

Alls eru 145 keppendur í karlaflokki og er leikið af hvítum teigum á þessu móti. Leiknar verða 54 holur, 18 holur á dag á þremur keppnisdögum.

Halldór Birgisson, frá Golfklúbbnum Höfn í Hornafirði (GHH) og Sigurbjörn Þorgeirsson, frá Golfklúbbi Fjallabyggðar (GFB) eru á meðal keppenda. Þeir félagar eru báðir með 0,1 í forgjöf en lægsta forgjöf mótsins er +3,8 og hæsta forgjöf mótsins er um 10.

Halldór og Sigurbjörn tóku báðir þátt á Opna spænska meistaramótinu fyrir eldri kylfinga á Lakes vellinum við Tarragona í febrúar á þessu ári þar sem þeir náðu flottum árangri.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit mótsins.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ