Fimm íslenskir kylfingar kepptu á Nordic Tour atvinnumótaröðinni. SGT Winter Series Lumine Hills Open. Lokahringurinn fór fram í dag en keppt var á Lumine golfsvæðinu á Spáni. Keppnisvellirnir voru tveir, Hills og Lakes.
GR-ingarnir þrír, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Björnsson. Íslandsmeistarinn 2018, Axel Bóasson úr GKG, og Aron Bergsson var fimmti íslenski kylfingurinn.
Haraldur Franklín náði besta árangrinum en hann endaði í 10. sæti á -5 samtals (68-74-68).
Andri, Aron og Axel komust ekki í gegnum niðurskurðinn.
Andri lék á +6 (74-76), Aron var á +8 (69-82) og Axel lék á +11 (78-76).
Aron er búsettur í Svíþjóð en hann keppti fyrir GKG síðast þegar hann tók þátt á Íslandsmótinu í höggleik. Aron er bróðir Andreu Bergsdóttur, sem hefur leikið fyrir Íslands hönd, á undanförnum misserum.
Lokastaðan er hérna: