Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, GR lauk leik jafn í 11. sæti á British Challenge mótinu sem fór fram á St. Mellion Estate vellinum í Cornwall í Englandi. Mótið var hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, Challenge Tour, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu. Þetta var 17. mótið á þessu ári á Áskorendamótaröðinni hjá Haraldi Franklín.

Haraldur var í góðri stöðu eftir fyrstu tvo keppnisdagana, jafn í 4. sæti, en hann lauk leik á 2 höggum undir pari samtals (68, 71, 74, 73) og hækkar um 10 sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar.

Smelltu hér fyrir úrslit á British Challenge:

Lokakafli mótaraðarinnar er framundan en lokamótið fer fram í byrjun nóvember á Mallorca. Fram að því móti er 1 mót á dagskrá.

Haraldur Franklín er í 80. sæti stigalista mótaraðarinnar en hann er í baráttu um að komast í hóp 45 stigahæstu keppenda á Áskorendamótaröðinni – sem fá keppnisrétt á lokamótinu. Þar verður keppt um 20 sæti á sjálfri Evrópumótaröðinni. Það er því mikið undir í næsta móti í Englandi, English Trophy, það sem það er síðasta mótið fyrir lokamótið.

Stöðuna á stigalistanum er hægt að sjá hér.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ