Golfsamband Íslands

Haraldur Franklín endaði í 33.-39. sæti á DP World Tour móti í Ástralíu

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnúsleikur á tveimur mótum í Ástralíu á næstu vikum.

Mótin eru hluti af DP World Tour atvinnumótaröðinni – sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Haraldur Franklín fékk boð um að taka þátt með skömmum fyrirvara en á meðal keppenda eru heimsþekktir kylfingar.

Dagana 23.-26. nóvember lék Haraldur Franklín á Royal Queensland vellinum í Brisbane á PGA meistaramóti Ástralíu (Australian PGA Championship).

Haraldur Franklín lék sinn besta hring á lokadeginum eða 67 höggum (-1) sem fram fór í nótt og fór hann upp um 28. sæti. Hann endaði í 33.-39. sæti á -5 samtals. Heimamaðurinn Min Wo Lee stóð uppi sem sigurvegari á -20 samtals.

Haraldur Franklín er í 17. sæti á stigalista DP World Tour eftir þetta mót – en mótið var einnig hluti af áströlsku atvinnumótaröðinni, en leikmenn sem eru ekki með keppnisrétt á Áskorenda – eða DP World Tour fá ekki stig á DP World Tour á þessu móti.

Margir heimsþekktir keppendur voru með á þessu móti. Má þar nefna Ástralann Cameron Smith, sem leikur á LIV mótaröðinni – en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Töluvert margir leikmenn af LIV mótaröðinni voru með á þessu móti. Haraldur Franklín lék á sama skori og Skotinn Robert McIntyre sem var í Ryderliði Evrópu í haust á Ítalíu. Pólverjinn Adrian Meronk – sem sigraði á fjórum mótum á DP World Tour á síðasta tímabili endaði fyrir neðan Harald Franklín á þessu móti.

Min Woo Lee sigraði á þessu móti eins og áður hefur komið fram. Þar á eftir var Rikuya Hoshino frá Japan á -17, Ástralinn Marc Leishman, sem leikur á LIV mótaröðinni, varð þriðji á -16, Curtis Luck frá Ástralíu var á -15, Joaquin Niemann frá Chile, sem leikur á LIV mótaröðinni, var á -13 og einn þekktasti kylfingur Ástralíu, Adam Scott, léká -12 samtals.


Smelltu hér fyrir lokastöðu og úrslit á Australian PGA Championship:

Dagana 30. nóvember – 3. desember keppir Haraldur Franklín á Opna ástralska mótinu (ISPS HANDA Australian Open) sem fram fer á The Lakes vellinum í Sydney.

Sýnt var frá mótinu á Viaplay.is

Haraldur Franklín lék á lokaúrtökumótinu fyrir DP World Tour nýverið þar sem hann komst í gegnum niðurskurð mótsins og endaði í 77. sæti. Með þeim árangri náði hann að tryggði sér keppnisrétt á flestum mótum á Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni, á næsta tímabil. Mótin í Ástralíu eru því kærkomið tækifæri fyrir Harald Franklín.

Exit mobile version