Auglýsing

Fimm íslenskir kylfingar tóku þátt á vetrarmótaröðinni á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á Spáni. Mótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Mótið fór fram á sama stað og í síðustu viku eða á Lumine golfsvæðinu á Spáni.

Haraldur Franklín Magnús endaði í 5. sæti á -8 en hann lék frábært golf á tveimur síðustu hringjunum (72-68-68).
Guðmundur Ágúst endaði í 13. sæti á -5 (71-67-71).

Aron Bergsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á +5 samtals.
Axel Bóasson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á +7.

Andri Þór Björnsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á +15 samtals.

Kylfingarnir Aron Bergsson hefur keppt fyrir GKG hér á landi en er skráður í golfklúbb í Svíþjóð á þessu móti. Axel Bóasson (GK), Andri Þór Björnsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR).

Staðan er uppfærð hér:

Guðmundur Ágúst var efstur á stigalistanum á Nordic Tour fyrir þetta mót en hann er í þriðja sæti eftir þetta mót. Haraldur Franklín er í 11. sæti á stigalistanum.

Stigalistinn er í heild sinni hér: 

Það er að miklu að keppa á stigalista Nordic Tour. Fimm stigahæstu í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinin (Challenge Tour)  sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu á eftir sjálfri Evrópumótaröðinni.

Aron Bjarki Bergsson. Mynd/seth@golf.is
Símamótið 2016
Andri Þór Björnsson, GR og Theodór Emil Karlsson, GM.
Axel Bóasson, GK. Mynd/seth@golf.is
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd/seth@golf.is
Haraldur Franklín Magnús. Mynd/seth@golf.is

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ