Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, endaði í 4. sæti á stigalista Nordic Tour atvinnumótaraðarinnar.
Með árangri sínum tryggði hann sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu.
Fimm efstu á stigalistanum fengu keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, þar að auki fékk Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, keppnisrétt.
Guðmundur Ágúst sigraði á þremur mótum á Nordic Tour á tímabilinu og sá árangur tryggði keppnisrétt á þessu og næsta tímabili á Áskorendamótaröðinni.
Guðmundur Ágúst endaði í sjötta sæti á stigalistanum en hann hefur ekkert leikið á Nordic Tour frá því hann fékk keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni um mitt sumar 2019.
20. sæti: Axel Bóasson, GK
96. sæti: Aron Bergsson, búsettur í Svíþjóð en hefur keppt fyrir GKG.
106. sæti: Andri Þór Björnsson, GR