Auglýsing

GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, og Andri Þór Björnsson tóku allir þátt á Euram Bank Open atvinnumótinu sem fram fór á GC Adamstal, í Ramsau, í Austurríki.

Mótið var sameiginlegt verkefni hjá Evrópu – og Áskorendamótaröðinni. Þessar mótaraðir eru í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í karlaflokki í Evrópu.

Lokastöðuna má sjá hér:

Haraldur Franklín náði bestum árangri íslensku kylfingana. Hann lék hringina fjóra á +1 eða 286 höggum (70-66-70-75) sem skilaði honum í 50. sæti.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á +3 samtals (67-66-76-74) og endaði hann í 57.-60. sæti.

Andri Þór Björnsson lék tvo fyrstu hringina á -1 samtals (69-70) en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

STALTER, Joël Stalter frá Frakklandi sigraði á mótinu en hann lék á -14 samtals (65-65-68-68). Fyrir sigurinn fékk Stalter um 12 milljónir kr. í verðlaunafé.


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ