GSÍ fjölskyldan
Haraldur Franklín Magnús.
Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, GR, er í 36. sæti fyrir lokahringinn á Blot Open de Bretagne sem fram fer á Golf Bluegreen de Pléneuf Val André, golfvallasvæðinu í Frakklandi.

Mótið er hluti af Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.

Haraldur Franklín er á 2 höggum undir pari samtals (70-69-69). Í samtali við golf.is segir Haraldur Franklín að keppnisvöllurinn sé mjög góður en krefjandi, þröngar brautir og hættur víða. Hann ætlar sér að sækja á lokahringnum og bæta stöðu sína. Haraldur Franklín mun leika á öðru móti í næstu viku á Challenge Tour en það mót fer einnig fram í Frakklandi.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Deildu:

Auglýsing
Svipmyndir frá æfingaferð íslenska landsliðshópsins á La Finca í janúar 🇪🇸 lafincaresort
Undirbúningur hjá Guðrúnu Brá áður en hún hélt af stað til Suður Afríku að keppa á Sunshine mótaröðinni í golfi 🇿🇦Endilega fylgist með henni næstu vikur 📸
Skráning er hafin á Golfhátíð á Akranesi ⛳️ frábær skemmtun fyrir 11-14 ára af öllu getustigi 🙏🏻 nánari upplýsingar og skráning á golf.is
Frábær vika að baki hjá íslenska landsliðshópnum á La Finca Golf ⛳️Thank you for having us lafincaresort lafinca_sports

📸 kristinmariaa
Auglýsing