Þrír íslenskir kylfingar hófu keppni í dag á Open de Bretagne atvinnumótinu sem fram fer á Golf Bluegreen de Pléneuf Val André í Frakklandi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour) sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki.
Haraldur Franklín Magnús lék frábært golf á fyrsta hringnum en hann er í öðru sæti á 6 höggum undir pari vallar eða 64 höggum. Haraldur Franklín fékk alls 7 fugla og einn skolla á hringnum.

Hér er viðtal við Harald Franklín eftir 1. keppnisdaginn.
"I was hitting it well, I hit almost every green and I made a couple of putts, so it was nice."
— Challenge Tour (@Challenge_Tour) June 24, 2021
Haraldur Magnus is one shot behind the leader and sits on six under for the day 🇮🇸#OpendeBretagne pic.twitter.com/EY2F8Tyh4q
Andri Þór Björnsson, GR, er á 1 höggi yfir pari eða 71 höggi. Andri Þór fékk 5 fugla og 6 skolla á hringnum – en hann er í 83. sæti.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, lék á 73 höggum eða 3 höggum yfir pari vallar. GR-ingurinn fékk 3 fugla (-1), 2 skolla (+1) og 2 skramba (+2). Hann er í 111. sæti.
