Þrír íslenskir kylfingar eru á meðal þátttakenda á D+D REAL Czech Challenge
sem fram fer á Royal Beroun vellinum í Tékklandi.
Mótið er hluti af Challenge Tour atvinnumótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.
Íslensku kylfingarnir eru Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson.
Haraldur Franklín er í toppbaráttunni en hann er í þriðja sæti fyrir lokahringinn á 18 höggum undir pari samtals.
Axel Bóasson komst í gegnum niðurskurðinn með því að fá 5 fugla á síðustu 6 holunum á öðrum keppnisdegi og var -4 samtals eftir 36 holur. Hann lék á pari vallar á þriðja hringnum en Axel hóf leik á 10. teig á 3. hring.
Guðmundur Ágúst lék fyrstu tvo hringina á 3 höggum undir pari en niðurskurðarlínan var 4 undir pari vallar.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:
Haraldur Franklín er að leika á sínu 17. móti á þessu tímabili. Guðmundur Ágúst hefur leikið á 17 mótum og Axel á 14 mótum.
Í lok tímabilsins komast 45 efstu á lokamótið þar sem að keppt er um 20 sæti á DP World Tour, sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.
Guðmundur Ágúst er í 86. sæti á stigalistanum en hans besti árangur er 2. sætið á tímabilinu.
Nánar um árangur Guðmundar Ágústs hér:
Haraldur Franklín er í 102. sæti á stigalistanum og besti árangur hans á tímabilinu er 9. sæti.
Nánar um árangur Haraldar Franklíns hér:
Axel er í sæti nr. 198 á stigalistanum og besti árangur hans er 37. sæti.
Nánar um árangur Axels hér:
Smelltu hér fyrir stigalistann í heild sinni:
Alls eru 29 mót á Challenge Tour á þessu tímabili og er mótið í Tékklandi það 26. á þessu tímabili.