Golfsamband Íslands

Haraldur Franklín keppir á sínu öðru móti á Áskorendamótaröðinni í Suður-Afríku

Haraldur Franklín Magnús á teig í Suður-Afríku. Mynd/IGTTour

Fyrsta mótið á keppnistímabilinu Dimension Data Pro-Am á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, fór fram dagana 10.-13. febrúar á Fancourt vellinum í Suður-Afríku. Haraldur Franklín Magnús var á meðal keppenda og komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn eftir þriðja og næst síðasta keppnisdag.

Alls tóku 156 keppendur þátt á Dimension Data Pro-Am og var leikið á þremur keppnisvöllum á þessu móti. Montagu, Outeniqua og The Links.

Lokastaðan á Dimension Data Pro-Am mótinu er hér:

Alexander Knappe frá Þýskalandi með minnsta mun en hann lék á -23 höggum undir pari. Haraldur Franklín lék á 72-77-74 höggum og endaði í 148. sæti.

Dagana 17.-20. febrúar er keppt á Royal Cape vellinum í Höfðaborg og þriðja mótið fer fram á Durban Country Club í samnefndri borg dagana 24.-27. febrúar.

Hér eru upplýsingar um rástíma og stöðu á Bain’s Whisky Cape Town Open.


Exit mobile version