/

Deildu:

Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús (GR) tryggði sér sæti á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í dag en Ólafur Björn Loftsson (GKG) er úr leik.

Keppnin fór fram á Golf Club Schloss Ebreichsdorf 18.-21. september en völlurinn er í Austurríki.

Þetta er í þriðja sinn í röð þar sem Haraldur Franklín kemst í gegnum 1. stig úrtökumótsins. Þetta er jafnfram í þriðja sinn sem hann reynir fyrir sér á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.

Ólafur Björn Loftsson var að leika í sjöunda skipti á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Hann reyndi fyrst fyrir sér árið 2012. Frá þeim tíma hefur Ólafur einu sinni komist í gegnum 1. stig úrtökumótsins, það var árið 2014.

Staðan er hér:

Haraldur Franklín endaði 20.-23. sæti á -9 samtals (69-70-69-71). Alls komust 23 kylfingar áfram af þessum velli og mátti því ekki tæpara standa hjá Haraldi Franklín.

Ólafur Björn lék á -5 samtals (75-70-67-71). Hann var því fjórum höggum frá því að komast áfram en fyrsti keppnisdagurinn reyndist dýrkeyptur þegar uppi var staðið.

2. stig úrtökumótsins fer fram dagana 2.-5. nóvember á fjórum keppnisvöllum á Spáni.

Desert Springs Golf Club, Almería.

Las Colinas Golf & Country Club, Alicante.

Panoramica Golf & Sport Resort, Castellón.

Alenda Golf, Alicante.

Keppt er á átta mismunandi stöðum í Evrópu á 1. stig úrtökumótsins.

Um 700 kylfingar taka þátt á 1. stigi úrtökumótsins og um 25% þeirra komast inn á 2. stigið. Þeir sem komast í gegnum 2. stig úrtökumótsins keppa síðan á lokaúrtökumótinu í nóvember.

Nánar má lesa um úrtökumótin hér. 

Nánar um mótið í Austurríki hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ