GSÍ fjölskyldan
Haraldur Franklín Magnús. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús náði frábærum árangri á Jonsson Workwear Open mótinu sem fram fór 24.-27. febrúar á Durban Country Club í Suður-Afríku.

GR-ingurinn lék hringina fjóra á 267 höggum eða 19 höggum undir pari, (68-66-67-66) sem skilaði honum í þriðja sæti.

Þetta er næst besti árangur Haraldar á Áskorendamótaröðinni en hann varð í öðru sæti á B-NL Challenge Trophy í Hollandi í fyrra.

Lokastaðan er hér:

Hann endaði í þriðja sæti og var aðeins einu höggi á eftir Þjóðverjanum Christoper Mivis sem lék á -20. Heimamaðurinn JC Richie sigraði á sínu öðru móti i röð en hann lék frábært golf fyrstu þrjá keppnisdagana og lagði grunninn að öruggum sigri.

Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, og er það þriðja mótið í röð sem fram fer í Suður-Afríku. Áskorendamótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu á eftir sjálfri Evrópumótaröðinni – DP Tour.

Rúmlega 200 keppendur tóku þátt á þessu móti sem var einnig hluti af Sunshine atvinnumótaröðinni í Suður-Afríku.

Þetta er þriðja mótið hjá Haraldi Franklín á þessari mótaröð en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum.

Smelltu hér fyrir stöðuna:


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ