Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, GR, lék vel á öðrum keppnisdegi á UAE Challenge mótinu sem fram fer á Saadiyat Beach vellinum í Abu Dabí – Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, Challenge Tour, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu.

Þetta er fyrsta mótið á tímabilinu á Challenge Tour hjá Haraldi Franklín.

Haraldur Franklín var á biðlista fyrir mótið og komst hann inn á keppendalistann á síðustu stundu. Hann nýtti tækifærið og flaug frá Spáni til Abu Dabí í gær og mætir því til leiks án þess að hafa leikið æfingahring á þessum golfvelli.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á UAE Challenge:

Furstadæmin eru Abú Dabí, Adsman, Dúbæ, Fúdsaíra, Ras al-Kaíma, Sjarja og Úmm al-Kúvaín. Þau eiga landamæri að Sádí-Arabíu og Óman og strönd að Persaflóa.

Haraldur Franklín lék á +2 á fyrsta keppnisdegi eða 74 höggum. Hann lék á 69 höggum á öðrum keppnisdegi eða 3 höggum undir pari vallar. Hann er því samtals á -1 eftir 36 holur og á hann ágæta möguleika á því að komast í gegnum niðurskurðinn á þessu móti.

„Það er virkilega gaman að vera komin af stað á ný og keppnistímabilið er komið á flug. Þessi völlur er mjög langur og krefjandi. Vindurinn hefur blásið hressilega á okkur fyrstu tvo dagana. Hitinn er líka mikill en við fengum undanþágu að spila í stuttbuxum sem var góð lausn fyrir alla,“ sagði Haraldur Franklín við golf.is í dag.

<strong>Haraldur Franklín Magnús MyndGrímur Kolbeinsson <strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ